Skilmálar

Vöruafhending

Almennt bréf innanlands er sent með hefðbundnum bréfapósti Íslandspósts og gilda allir skilmálar Íslandspósts eftir að varan hefur verið afhent þeim. Þegar þú leggur inn pöntun afgreiðis hún frá einum og upp í tveimur dögum. Tímalengd afhendingar er misjöfn eftir landsvæðum, allt frá 1-4 dögum innanlands, og í kringum 10 virka daga fyrir erlendar sendingar.

Endilega hafið samband ef þið þurfið frekari upplýsingar um flutning og afhendingu á vörum bæði á Íslandi og til útlanda.


Greiðsla pantana

Hægt er að borga með VISA eða Mastercard í gegnum örugga vefgátt hjá Valitor. 

Einnig er hægt að greiða með millifærslu í heimabanka. Endilega hafið samband ef þið vilijð greiða með millifærslu í stað þeirra greiðslumögueika sem birtast í körfunni við lok greiðsluferlis.

 

Apple Pay

Hægt er að greiða með Apple Pay í gegnum örugga vefgátt Valitor / Rapyd. Valmöguleikinn birtist þegar þú ert áframsendur yfir á greiðslusíðuna hjá Valitor.

tölva og sími með greiðslusíðu þar sem sjá má apple pay merki og aðra greiðslumöguleika

 

Verð

Öll verð í netversluninni eru með inniföldum 24% vsk. en sendingarkostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.

 

Skilaréttur í netverslun

Skila og skipta má öllum vörum innan 15 daga frá kaupum. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, þ.e.a.s kaupverð á reikning. Hins vegar er alltaf auðvelt að finna lausn á öllum þeim vandamálum sem upp geta komið svo endilega hafið samband sama hvað gæti komið upp.

 

Trúnaður (öryggisskilmálar) og varðveisla persónuupplýsinga

Seljandi heitir kaupendum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

-Privacy policy- All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

 

Lög og varnarþing

Samingur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

-Governing law / Jurisdiction- These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.