Vefkökur og Persónuverndarstefna

Vefkökur – cookies


LavaRockReykjavik.is notar vefkökur (e. cookies) til þess að bæta notendaupplifun viðskiptavina okkar. Við notum þessar textaskrár við greiningu á vefnum og til þess að bæta notendaupplifun viðskiptavina okkar. Vefkökur geta einnig reynst hjálplegar í sjá hvaða hlutir síðunnar eru að virka vel fyrir viðskiptavini og hvaða hluta síðunnar má bæta.


Megin tilgangur notkunar á vafrakökum er til þess að bæta upplifun þeirra viðskiptavina sem heimsækja vefinn okkar. Með hjálp vefgreiningarbúnaðar greinum við umferð um vefinn og getum því stöðugt unnið að endurbótum á virkni hans, bætt útlit og innihaldi.


Aldrei mun koma til þess að LavaRockReykjavik.is eða neðangreind greiningartól þriðja aðila muni nota vefkökuupplýsingar til þess að safna persónugreinanlegum upplýsingum þeirra sem heimsækja vefsíðuna.

Vefurinn notar vefkökur tengdum eftirtöldum aðilum:

Google Ads (áður Adsense)
Vafrakökur til að birta auglýsingar byggðar á fyrri heimsóknum notanda á vefsíðuna eða aðrar vefsíður.
Notkun Google á auglýsingakökum gerir því og samstarfsaðilum þess kleift að birta notendum auglýsingar á grundvelli heimsóknar þeirra á vefsvæðið og/eða aðrar síður á netinu.
Notendur geta afþakkað sérsniðnar auglýsingar með því að fara í auglýsingastillingar (sjá hlekk neðst á síðunni).


Google Analytics, vefgreiningarþjónustu Google - - Google notar þessar upplýsingar fyrir okkar hönd til þess að greina notkun viðskiptavinar á vefnum og til að útbúa skýrslu um vefsíðunotkun.


Facebook Pixel - safnar gögnum sem hjálpa að fínstilla auglýsingar, byggja upp markhópa fyrir framtíðar auglýsingar og endurmarkaðssetja fyrir fólk sem hefur þegar gripið til einhvers konar aðgerða á vefsíðunni.


Shopify ,sem er eitt öruggasta og vinsælasta vefsölukerfi á vefnum, tekur saman vefkökur sem sýna frá hvaða landi er verið að heimsækja hverju sinni, ásamt öðrum vefkökum sem mest eru notaðir í að muna valmöguleika til að auðvelda og styðja við valkosti sem aðilar sem heimsækja síðuna velja hverju sinni, t.d til að halda tungumáli sem valið hefur verið eða til að geyma upplýsingar um innihald körfu.


Þú getur komið í veg fyrir geymslu á vefkökum með viðeigandi stillingum í vafranum þínum. Í flestum vöfrum er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að slökkva á vefkökum. Einnig eru sumir vafrar komnir með innbyggða viðbót til að stjórna og hindra söfnun á vefkökum.


Afþakka markvissar auglýsingar
Á eftirfarandi síðum er hægt að lesa sér frekar til um hvernig má afþakka birtingu á sjálfvirkum auglýsingum byggða á vefkökum.


Google -
https://support.google.com/ads/answer/2662922?hl=en-GB

Vefauglýsingar -
Network Advertising Initiative’s Opt-Out page.
Digital Advertising Alliance’s Opt-Out page


 

Persónuverndarstefna


Við söfnum, notum og geymum ýmsar tegundir upplýsinga um viðskiptavini okkar, en persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, en einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint. Við leggjum í öllum tilvikum áherslu á að persónuupplýsingarnar séu nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar.
Eftirfarandi eru dæmi um persónuupplýsingar sem við vinnum um einstaklinga í viðskiptum við okkur:
  • Tengiliðaupplýsingar, svo sem nafn, símanúmer, netfang;
  • Heimilisfang
  • Samskiptasaga

Framangreint er ekki tæmandi talning á þeim persónuupplýsingum sem við kunnum að vinna um einstaklinga, og getur til dæmis verið um að ræða aðrar upplýsingar sem einstaklingar láta okkur sjálfir í té.
 

Við öflum upplýsinga um þig með eftirfarandi hætti:

  • Upplýsingar beint frá viðkomandi einstaklingi– þetta eru upplýsingar eins og nafn og tengiliðaupplýsingar sem viðskiptavinir veita okkur.
  • Pöntunar og samskiptasaga viðskiptavinar – þ.e.a.s eldri pantanir og samskipti sem getur átt við um í gegnum tölvupóst, síma, samfélagsmiðla o.fl.
  • Sjálfvirk upplýsingasöfnun vegna notkunar á vefsíðu okkar – við söfnum upplýsingum með því að nota vefkökur. Þetta gerir okkur kleift að hanna vefsíðuna þannig að þær nýtist viðskiptavinum sem best.

Greiðslur eru framkvæmdar í gegnum örugga vefgátt Valitor og á engum tíma hefur vefurinn aðgang að neinum greiðslukortaupplýsingum þar sem öll samskipti fara í gegnum greiðslusíðu Valitor.
Öryggi persónuupplýsinga


Við leggjum ríka áherslu á öryggi við vinnslu persónuupplýsinga.
Ekki undir neinum kringumstæðum munu persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini eða þá sem heimsækja eða hafa önnur samskipti við síðuna vera framseld, birt eða notuð í neinum öðrum tilgangi en vegna nauðsynlegrar vinnslu síðunnar nema lög kveði á um annað.
 
 
- - -
Persónuverndarstefna uppfærð – mars, 2022
- - -


Vinsamlegast hafið samband við – lavarockreykjavik@gmail.com ef spurningar vakna um vefkökur – cookies og/eða Persónuverndarstefnuna.